Sniðinn utan um hjólbarðana
Flestir þekkja til útlits Hummersins sem er sér stætt. Við hönnun var gæðakrafan látin sitja í fyrirrúmi og helgast form og lögun bifreiðarinnar af því. Þar er leitast við að gera bílinn eins stöðugan og kostur er, hvort heldur sem er í akstri utanvega eða á þjóðvegum.

Lykillinn að stöðugleika bílsins er, að þyngdarpunkturinn er hafður eins neðarlega og hægt er til að auka getuna til torfæruaksturs. Hér fer því saman hámarkshæð undir lægsta punkt samfara léttri og lágri yfirbyggingu. Samhliða þessu er tekið á algengu vandamáli sem jeppamenn þekkja; að þegar bíll er kominn á 38" - 44" dekk færist þyngdarpunktur bifreiðarinnar upp með þeim afleiðingum að stöðugleikinn minkar.

Þetta vandamál er leyst í Hummer þar sem bíllinn er hannaður fyrir 37" dekk frá grunni. Með þetta fyrir augum er yfirbygging bifreiðarinnar bókstaflega sniðinn utan um hjólbarðana, þannig að bíllinn rís ekki hátt og fjöðrunin skerðist ekki. Hæð undir lægsta punkt er 41 sm sem miðast við að bílinn sé fullhlaðinn. Til samanburðar má nefna að hæð undir lægsta punkt á jeppa sem er á 38" dekkjum er u.þ.b. 26 sm.

Áfram - Continue