Í bókinni "Jeppar á fjöllum" - handbók hálendisfarans, sem gefin er út af Ormstungu, Seltjarnarnesi, 1994, segir á bls. 312, þar sem fjallað er um fyrirmyndarjeppann:
"Niðurstaðan er því sú að jeppinn á helst að vera yfir 3 metrar á milli fram- og afturhjóla (þ.e. 3ja m. hjólhaf)."
"Hann á að vera sem stystur framan og aftan við hjól, eins lítið hækkaður og kostur er og sem breiðastur, þetta gildir um alla þyngdar- og stærðarflokka af jeppum". Alla þessa kosti uppfyllir Hummerinn !
|