Björgunarsveitir á Íslandi hafa fest kaup á Hummer. Stokkseyri reið á vaðið, síðan fylgt eftir af Þorlákshöfn, Þórshöfn og síðast björgunarsveitinni Ingólfi í Reykjavík.
Útfærslur eru margvíslegar eftir aðstæðum á hverjum stað. Sumar völdu staðaldekkin, 37 tommur, aðrar 44 tommu breytingar og 10-manna yfirbyggingar. Þarna hafa forystumenn og félagsmenn valið björgunartæki sem hentaði markmiði þeirra um björgun við allar kringumstæður og einnig markmiði um lágan rekstrarkostnað og lítinn viðhaldskostnað.